Reglunar- og kraftrafeindatækni

NámsgreinRI REK1003
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararRI RAF1003, Rafmagnsfræði
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Guðmundur Kristjánsson
Lýsing
Kraftrafeindatækni skýrir hvers vegna æskilegt er að nota tíðnibreyta til að ræsa og stjórna hraða ac-mótora. Hvernig spennu er breytt með hálfleiðararásum án mikilla tapa og hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á töpin. Farið er í það hvernig fengin er breytileg dc spenna úr ac rafmagni og hvernig spennunni er stjórnað og hvernig launafl af ac netinu breytist. Farið er í það hvernig jafnspennu er svo breytt í riðspennu með breytilegri tíðni, bæði eins fasa- og þriggja fasa rafmagn.Reglunarfræði skýrir hvernig innmerki er notað til að stjórna útmerki. Bæði án afturverkunar og svo með afturverkun þar sem útmerkið hefur áhrif á reglunina.   Farið er í það hvernig Laplace vörpun breytir diffurjöfnum í algebrujöfnu. Farið er villugildi og hvernig stýring á útmerki er háð fastri margföldun á villumerki (P), hvernig villumerkið er heildað og það notað til að stýra útmerki (I) og hvernig breytinghraði (afleiða) á villumerkinu hefur áhrif á útmerkið (D). Farið er í það hvernig hafa má áhrif á viðbragðstíma rásarinnar með því að velja mismunandi reglun (PID) og notkun á Laplace vörpun til þess.
Námsmarkmið
Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:
  •  Vita hvernig snúninsvægi og hraði skammhlaupsmótors er háð tíðni rafmagnsins.
  •  Vita hvernig raforku er stýrt, bæði sem jafspennu- og riðspennurafmagn án teljandi afltapa.
  • Skilja hvers vegna launafl á ac hliðinni breytist með aflstýringunni.
  • Geta reiknað straum af ac neti eftir afli á stýrða álaginu.
  •  Gera sér grein fyrir helstu eiginleikum reglunar, bæði án og með afturverkun.
  • Þekkja grundvöll hlutfalls- (P), heildunar- (I) og afleiðu (D) reglunar og hvernig hver þáttur er stilltur til að fá sem bestu svörun í heildarregluninni (PID).
Námsmat
3 klst. skriflegt próf.
Lesefni
Aðalbók:Control Systems
Höfundur:W. Bolton
Útgefandi:MCGRAW_HI1
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
90 kennslustundir (45f + 30d + 15v). Skilaverkefni.
TungumálÍslenska